cropped-Reykjavíkurlogo-.png

Ársskýrsla velferðarsviðs
2022

Reykjavík – fyrir okkur öll

Born-copy-scaled.jpg
0

Fjöldi notenda sem fékk þjónustu frá velferðarsviði árið 2022

0

Fjöldi starfsfólks velferðarsviðs að meðaltali í mánuði árið 2022

0

Heildarrekstrargjöld velferðarsviðs í milljónum króna árið 2022

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs.

Stefnum í átt að framúrskarandi þjónustu við íbúa – ávarp sviðsstjóra velferðarsviðs

Fyrir rétt tæpu ári síðan, í nóvember árið 2022, tók ég við stöðu sviðsstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Ég hef lengi lifað og hrærst í velferðarmálum. Ég gegndi stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar áður en ég var ráðin til Reykjavíkurborgar og þar áður var ég staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Ég hafði því ákveðnar hugmyndir og væntingar til starfsins og starfsfólksins á velferðarsviði. Hvort tveggja starfsemin og mannauðurinn hefur heldur betur staðið undir þeim væntingum. Það hefur verið sannkölluð ánægja að kynnast á velferðarsviði öllu þessu fólki sem kann sitt fag, hefur djúpan áhuga og raunverulegan metnað á því að móta og veita framúrskarandi velferðarþjónustu. Velferðarsvið er eftirsóknarverður vinnustaður, ekki síst vegna þess að þegar svo margt hæfileikaríkt fólk sameinar krafta sína er hægt að leysa jafnvel flóknustu úrlausnarefni.  


Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs.

Öll viljum við eiga gott líf – ávarp formanns velferðarráðs

Það er staðreynd að samfélög, þar sem samstaða og samhjálp er mikil eru farsælli en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Góð velferðarþjónusta sem jafnar tækifæri og lífsskilyrði fólks er þannig ein af forsendum farsæls samfélags og það hlutverk tökum við í velferðarráði Reykjavíkurborgar alvarlega. Þjónusta okkar á að vera góð og stuðla að farsæld okkar allra.

Reykjavíkurborg tók stórt og mikilvægt skref með samþykkt velferðarstefnu og það má segja að innleiðing stefnunnar hafi einkennt starf velferðarráðs síðasta árið. Þróun þjónustu í þá átt að hún sé aðgengileg, veitt á forsendum notenda og í því umhverfi sem notandi kýs er í fullum gangi.

 

Gildi velferðarsviðs

Virðing

Við berum virðingu fyrir öllum þeim sem við eigum í samskiptum við. Við fögnum fjölbreytileika og komum fram við annað fólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Virkni

Við viljum að allir geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og vinnum að því að efla frumkvæði og sjálfstæði borgarbúa og starfsfólks.

Velferð

Við erum leiðandi í umræðu um velferðarmál og lífsgæði borgarbúa og vinnum markvisst gegn fátækt. Við styrkjum fjölskyldur og einstaklinga með fræðslu, stuðningi, eftir-fylgd og endurhæfingu þegar við á.